Berðu stjörnuna - vertu leiðtogi

Gleðistjarnan leitar allskonar leiða til að safna peningum til að geta haldið áfram að gleðja. Að þessu sinni ákvað Gleðistjarnan að búa til fyrirliðabönd fyrir krakka. Fyrirliðaböndin er að sjálfsögðu með gleðistjörnumerkinu og í gleðistjörnulitunum og henta fyrir c.a. 12 ára og yngri.

Fyrirliðaböndin kosta 2.000 krónur en ef keypt eru 20 eða fleiri þá eru þau á 1.500 krónur. Ef ykkur langar að kaupa fyrirliðabönd Gleðistjörnunnar þá endilega senda tölvupóst á aslaug@gledistjarnan.is

Fylkissystkinin Theodór Ingi og Jóhanna Ósk sem stofnuðu félagið ásamt fjölskyldu sinni til minningar um Þuríði Örnu systur sína sem barðist við heilaæxli næstum alla sína ævi.

Myndin er af Fylkissystkinum Theodóri Inga og Jóhönnu Ósk sem stofnuðu félagið ásamt fjölskyldu sinni til minningar um Þuríði Örnu systur sína sem barðist við heilaæxli næstum alla sína ævi.

Um Gleðistjörnuna.

Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað var til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023. Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Félagið aflar fjár til starfsemi sinnar með styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og með viðburðahaldi.

Það er hægt að hlaupa fyrir Gleðistjörnuna í maraþoninu eða heita á hana. Tvö af fjórum systkinum Þuríðar Örnu, þau Hinrik Örn og Jóhanna Ósk munu hlaupa hálft maraþon og 10km til heiðurs systur sinni og reyna safna sem mest svo þau geta haldið áfram að gleðja systkini eins og þau.

Next
Next

Næstu gleðikörfur í undirbúningi